Kennaraháskóli Íslands

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 16:00:30 (2563)

1997-12-17 16:00:30# 122. lþ. 46.8 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[16:00]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í hvað skuli rætt í hv. menntmn. en vil þó segja skoðun mína. Varðandi orð hv. þm. um Háskóla Íslands, þá er það ekki alveg sambærilegt við þetta. Þar er verið að fjalla um framgangskerfi skólans og þar hafa verið settar fastskipaðar dómnefndir til að fjalla um framgang manna. Hér er þetta með öðrum hætti og er því ekki alveg sambærilegt.

Í tilefni af orðum hv. þm. vil ég einnig segja að ég hef margsinnis ritað Háskóla Íslands og spurt hvernig þetta kerfi hafi reynst. Reynslutíminn rennur út nú um þessi áramót en ég hef ekki enn fengið svör frá Háskóla Íslands um það mat sem lagt verði lagt á þetta kerfi. Það kæmi mér mjög á óvart ef öðrum eru veittar upplýsingar um það en menntmrh. sem á einn fulltrúa í þessum dómnefndum í Háskóla Íslands. Ég mun gera hv. menntmn. grein fyrir þeim svörum sem ég fæ við spurningum til Háskóla Íslands um þetta. Ég mun senda þau til hv. menntmn. þannig að hún geti áttað sig á því máli.