Kennaraháskóli Íslands

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 16:01:45 (2564)

1997-12-17 16:01:45# 122. lþ. 46.8 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[16:01]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Í tilefni af orðum hv. þm. Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um dómnefndarákvæði í kennaraháskólafrv. vil ég segja, að ég tel að við höfum rætt þessi mál ítarlega við 2. umr. málsins. Þingmaðurinn hefur lýst sínum áhyggjum mjög skýrt. Hins vegar er alveg ljóst að þeir skólar sem í hlut eiga hafa ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við þetta ákvæði. Ég tel því ekki tilefni til að taka málið frekar upp í menntmn. en fagna því hins vegar að menntmrh. hefur lýst því yfir að hann muni láta í té svör við þeim spurningum sem hann hefur beint til Háskóla Íslands um þetta efni og að við fáum þær upplýsingar og þau svör þegar þau liggja fyrir.