Markaðshlutdeild fyrirtækja

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 10:22:20 (2584)

1997-12-18 10:22:20# 122. lþ. 47.2 fundur 216. mál: #A markaðshlutdeild fyrirtækja# (sjóflutningar) fsp. (til munnl.) frá samgrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[10:22]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það er hefð fyrir því að eftir að fyrirspurn hefur verið beint til hæstv. samgrh. gefi stjórnarandstaðan honum einkunn fyrir hraðlestur. Ég held að hann fengi svona upp undir 9 fyrir þennan lestur. (Gripið fram í: 8,5.) 8,5? Meiningar eru deildar.

Ég held að það rétt sé að lesa þá fyrirspurn sem beint var til hæstv. samgrh. Hún hljóðar svo:

,,Hefur ráðherra upplýsingar um markaðshlutdeild tveggja stærstu fyrirtækja landsins í sjóflutningum?`` Ég geri ráð fyrir að hæstv. ráðherra hefði getað sagt já og klárað þetta mál þannig. Síðan hefði hann getað farið yfir þær upplýsingar sem hann hafði. Seinni spurningin er svohljóðandi:

,,Telur ráðherra ástæðu til, með tilliti til markaðshlutdeildar þessara fyrirtækja, að setja lög sem takmarka umsvif og starfsemi þeirra umfram það sem samkeppnislög segja til um?``

Virðulegi forseti. Þessi Páll Pálsson eða hvað hann hét var ekki spurður um eitt eða neitt en hæstv. ráðherra leyfði sér að vitna í hann. Ég held að hæstv. ráðherra eigi nú í seinna svari sínu að leggja eitthvað haldbetra til umræðunnar.