Starfsleyfi atvinnubifreiðastjóra

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 10:33:27 (2589)

1997-12-18 10:33:27# 122. lþ. 47.3 fundur 273. mál: #A starfsleyfi atvinnubifreiðastjóra# fsp. (til munnl.) frá samgrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[10:33]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra sérstaklega fyrir þessi svör og þá jákvæðni sem kemur fram í hans svörum og þá sérstaklega því atriði að lagt verði fram frv. fljótlega eftir að þing kemur saman í janúar og þá vænti ég þess líka að þingið muni afgreiða það fljótt og vel vegna þess að það ástand er ólíðandi sem þessar atvinnustéttir verða að búa við og hafa gert núna um nokkur ár og verður að ganga frá því tryggilega að tilskilin leyfi og skilyrði fyrir þessari atvinnustarfsemi séu uppfyllt. Ég fagna því alveg sérstaklega að ráðherra skuli ætla að leggja hér fram frv. og skora á hv. þm. sem það fá til meðferðar að gera því nú góð skil mjög fljótt vegna þess að ekki er hægt, eins og ég segi, að búa við þetta ófremdarástand sem bæði vörubifreiðastjórar og sendibifreiðastjórar hafa búið við í langan tíma og eins og hæstv. ráðherra sagði, þá gildir þetta líka um hópferðabifreiðar.