Fæðingarorlof

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 12:46:43 (2621)

1997-12-18 12:46:43# 122. lþ. 48.5 fundur 343. mál: #A fæðingarorlof# (feður) frv. 147/1997, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[12:46]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst eðlilegt að binda þetta við hjón eða sambúðarfólk. Ég sé ekki að menn þurfi að öðlast þessi réttindi strax við getnaðinn ef þeir skipta sér ekki meira af móðurinni meðan á meðgöngu stendur. Ég tel eðlilegt að faðir sem kemur til með að hafa daglega umgengni við barnið fái þessi réttindi. Það væri út af fyrir sig efni til töluverðrar umræðu hér t.d. um hjónabandið sem ég tel eðlilegt og rétt sambúðarform. Hitt er svo annað mál að fjölmargir hafa kosið sér annað sambúðarform heldur en hjónaband og við verðum að búa við það. Ég tel að eitt af því sem við verðum að gera sé að skýra betur réttindi sambúðarfólks og viðurkenna þau þá vegna þess að þetta er orðið algengt fjölskylduform en í mörgum tilfellum eru réttindi sambúðarfólks óljós eða ekki til staðar