Fæðingarorlof

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 12:50:04 (2623)

1997-12-18 12:50:04# 122. lþ. 48.5 fundur 343. mál: #A fæðingarorlof# (feður) frv. 147/1997, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[12:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú leiðinlegt að geta ekki orðið nákvæmlega sammála síðasta ræðumanni. Samvistir föður og barns eru mergur málsins og mér finnst það ganga út á það en þá vaknar aftur spurning. Ef faðirinn og móðirin eru ekki í sambúð eða hjónabandi og ekkert sameiginlegt heimilishald, sjá menn það þá fyrir sér að faðirinn komi sem gestur á heimili móðurinnar þar sem barnið kann að dvelja? Dvelur hann þar í hálfan mánuð til þess að njóta samvista við afkvæmi sitt eða er hugmyndin e.t.v. sú að barnið fari til föðurins og dvelji þar í hálfan mánuð og fari svo til mömmu á eftir?