Háskólar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:11:45 (2645)

1997-12-18 14:11:45# 122. lþ. 48.1 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:11]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Verið er að samþykkja rammalöggjöf um háskólastigið sem er eðlilegt í ljósi þess að fyrirsjáanlegt er að háskólastigið og ræktun mannauðsins yfirleitt mun vaxa að mikilvægi og umfangi í fyrirsjáanlegri framtíð. Á frv. eru þó annmarkar sem birtast annars vegar í ofstjórnartilhneigingu á háskólunum og hins vegar í afnámi á lagagreinum sem snerta bann við skólagjöldum og jafnrétti í skólastarfi. Af þessum sökum mun ég sitja hjá við afgreiðslu frv.