Kennaraháskóli Íslands

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:17:08 (2650)

1997-12-18 14:17:08# 122. lþ. 48.2 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:17]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Sú málefnalega afstaða sem tekin var af hálfu minni hlutans gegn einstaka greinum í frv. til háskóla hefur ekki áhrif á það að við styðjum heils hugar það frv. sem hér liggur fyrir um Kennaraháskóla.

Eins og fram hefur komið er verið að sameina fjóra skóla í einn. Það mun leiða til þess að kennaramenntun í landinu mun stóreflast. Við trúum því að rannsóknir í þessum efnum muni einnig aukast. Við teljum að verið sé að stíga gæfuspor og styðjum þess vegna frv.