Frumvörp um almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 14:32:05 (2656)

1997-12-18 14:32:05# 122. lþ. 48.96 fundur 160#B frumvörp um almannatryggingar# (um fundarstjórn), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[14:32]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Munurinn á mér og hv. þm. Guðrúnu Helgadóttur er sá að ég sit í heilbr.- og trn. Ég er meira að segja formaður þeirrar nefndar og mér er mætavel kunnugt um hvaða mál liggja þar fyrir. Eitt af þeim málum sem örugglega liggur þar ekki fyrir er stjfrv. sem hæstv. heilbrrh. hefur flutt um þetta mál. Það hefur komið fyrir þingið en hæstv. heilbrrh. hefur ekki, að því er ég veit til, mælt fyrir málinu og það hefur örugglega ekki komið til heilbr.- og trn. Það mál sem hv. þm. nefndi og er flutt af hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni og nokkrum öðrum þingmönnum Sjálfstfl. er eina málið sem fjallar um þetta efni sem er innan nefndarinnar. Nefndin hefur farið yfir það mjög faglega og fengið fjölda manns til fundar við nefndina um það. Við höfum haldið eina þrjá eða fjóra fundi um málið og það liggur hér fyrir fullbúið af hálfu nefndarinnar. Ekkert annað mál skylt þessu er að finna í nefndinni jafnvel þótt hv. þm. færi með formanninum og rannsakaði híbýli nefndarinnar í krók og kring.