Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 17:27:44 (2691)

1997-12-18 17:27:44# 122. lþ. 48.7 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[17:27]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu veit enginn nákvæmlega í dag hvernig sveitarfélögin munu fara með þetta fé en ég treysti sveitarfélögunum fullkomlega til að sjá um að þetta sé gert á réttlátan hátt. Hins vegar er alveg ljóst að þegar menn voru í upphafi að ræða um hvaða upphæðir gætu farið í húsaleigubætur almennt, þá voru það miklu hærri upphæðir en síðan sýndu sig í raun. En sveitarfélögin hafa gert þetta samkomulag við ríkið og ég treysti þeim til að gera góða samninga við ríkið. Það hefur ávallt sýnt sig hingað til að þau hafa komið vel út úr því og telja að það sé ásættanlegt að taka við 280 millj., m.a. vegna húsaleigubótanna, en einnig vegna þess að vinnumiðlanir færast yfir til ríkisins.