Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 17:58:37 (2704)

1997-12-18 17:58:37# 122. lþ. 48.7 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[17:58]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra nefnir að hann ætlist til að tekjulágir leigjendur verði betur settir eftir þessa breytingu. Þetta kallar á skýringu, herra forseti. Hvernig sér hæstv. ráðherra það fyrir sér? Ráðherra hefur reglugerðarvaldið um húsaleigubótafjárhæðirnar. Hefur ráðherra þá hugmynd um það og ætlar hann að beita sér fyrir því að breyta reglugerðinni þannig að húsaleigubæturnar verði hærri? Eða hvernig sér hann það fyrir sér í framkvæmd að tekjulágir leigjendur verði betur settir eftir þessa breytingu?