Aukatekjur ríkissjóðs

Fimmtudaginn 18. desember 1997, kl. 21:54:49 (2724)

1997-12-18 21:54:49# 122. lþ. 48.15 fundur 304. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (dómsmálagjöld o.fl.) frv. 143/1997, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[21:54]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í ræðu hv. þm. voru þessi gjöld ekki lögð á af einhverjum öðrum. Þessi gjöld voru á sínum tíma m.a. lögð á í skjóli hv. þm. sem þá var ráðherra í ríkisstjórn og hækkuð þá með reglugerð þannig að það var framkvæmdarvaldið sem stóð að þessu á þeim tíma en ekki löggjafarvaldið. (SvG: Ekki var það nú landbúnaðarráðherrann.) Ég var ekki að leita að rökum eða kom ekki með rök fyrir þessum gjöldum vegna þess að ég var einmitt að spyrja hv. þm. hver hefðu verið rökin fyrir því á sínum tíma að hækka þau gjöld svo hressilega eins og hann sagði sjálfur að hefði verið gert. Og ég veit ekki betur en að gjöldin séu --- þrátt fyrir þær hækkanir sem nú eru --- lægri að raungildi en þau voru eftir að hv. þm. hafði staðið að því að setja þau svo hressilega á. En ég vildi gjarnan fá það frá fyrstu hendi, frá hv. þm., hvernig stóð á því og hver rökin voru fyrir einstökum gjöldum.