Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:24:54 (2752)

1997-12-19 12:24:54# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:24]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alls enginn ágreiningur. Það er eiginlega alveg furðulegt að menn skulu geta gert úr þessu ágreining. Það liggur alveg ljóst fyrir að með því orðalagi að segja: þó aldrei neðar en sem nemur neysluvísitölunni, þá er verið að setja þar gólf alveg eins og hv. þm. sagði. Verið er að tryggja að kaupmáttur þeirra rýrni ekki. Það er verið að gera það með þessum orðum og ekki er nokkur leið að misskilja það. Það eru allir samálla um það, bæði hv. þm., ég og allir þeir sem eru að tala um þetta. Þetta er alveg ljóst, það er enginn misskilningur í þessu. Það er verið að tryggja að kaupmátturinn rýrni þó ekki. Þetta þýðir bara það og ekkert annað og allir skilja þetta eins.