Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:31:12 (2758)

1997-12-19 12:31:12# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:31]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veð hvorki í villu né svíma í umræðunni. Ég er bara að benda á að það var rétt efnahagsleg ákvörðun af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir tveimur til þremur árum þegar hún hóf það starf að höggva í stundur sjálfvirkar tengingar. Ríkisstjórnin er með þessu lagafrv. að tryggja örorkulífeyrisþegum og ellilífeyrisþegum betri stöðu en þeir hafa nokkru sinni fengið áður. Bein tenging við textana er ákaflega frumstæð aðferð og við höfum áratuga reynslu af því að hún kemur ekki vel fram. Hún villist og hún hefur skekkt þessi kjör hvað eftir annað. Við ættum að forðast að fara í það díki sem við þekkjum svo vel að varð til óþurftar. Við ætlum að reyna að meta þetta öðruvísi þeim til framdráttar og heilla.