Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:35:37 (2761)

1997-12-19 12:35:37# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:35]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Sú viðmiðun sem var í gildi fyrir 1995 kvað á um að taka mið af hækkun verkamannataxta og eins og hv. þm. veit ósköp vel var þetta oft og tíðum framkvæmt þannig að eldri borgarar voru snuðaðir. Það var hins vegar ekki gert við þessa kjarasamninga. Það var gert sérstakt átak að lækka lægstu launin. Við það var alltaf miðað hér og sú hugsun bjó að baki þegar tengingin var gerð á sínum tíma. Það er staðreynd, herra forseti, að eldri borgarar væru í betri stöðu ef ríkisstjórnin hefði ekki verið svo ósvífin fyrir tveimur árum að afnema þessa tengingu. Það er meginmálið en hér er þó a.m.k. gengið frá því að tengingin verður, ef hugsun okkar nær fram að ganga og við getum treyst forsrh., að tengingin við launaþróunina verði skilin á þann hátt að bætur úr almannatryggingakerfinu, að eldri borgarar fái að njóta að fullu þeirrar uppsveiflu sem er í gangi núna og á eftir að verða í framtíðinni.