Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:53:50 (2770)

1997-12-19 12:53:50# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:53]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það var nú ekki þetta sem ég var að spyrja um, hvort atvinnuleysisbætur mundu taka mið af launaþróun. Það er að vísu gott að fá þá yfirlýsingu en ég var að spyrja um hvort atvinnuleysisbætur mundu hækka jafnt og bætur úr almannatryggingakerfinu. Nú eru bætur í almannatryggingakerfinu eftir þessa löggjöf tengdar bæði hækkun við laun og verðlagsvísitölu ef hún hækkar meira. Það sem ég var að leita eftir var hvort ráðherra væri reiðubúinn að gefa þá yfirlýsingu að atvinnuleysisbætur mundu fylgja sömu þróun og við erum núna að lögfesta gagnvart hækkun bóta úr almannatryggingakerfinu.