Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 12:57:24 (2773)

1997-12-19 12:57:24# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[12:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þeim biðlistum, sem eru eftir búsetuúrræðum og úrræðum hjá fötluðum, tók ég við af hv. þm. þegar hún fór úr ráðuneytinu. Ég mundi í hennar sporum ekki tala um útskriftir af Kópavogshæli. Ábyrgðarlausasti gerningur sem ég hef vitað hjá ráðherra var þegar hv. þm. í hita kosningabaráttunnar samdi um útskriftir af Kópavogshæli fyrir 37 einstaklinga án þess að hafa nokkra krónu til að standa undir því. Því tók ég við. Ég tel mig bundinn af því og hef reynt að vinna eftir því og það mun klárast.

Það er leiðinlegt að hlusta á þetta tuð um framkvæmdasjóðinn. Þó að allur erfðafjárskatturinn rynni í framkvæmdasjóð, segjum sem svo, þá væri það ekki nema eins og helmingur á móti þeirri aukningu sem til málaflokksins fer úr ríkissjóði samkvæmt þeim fjárlögum sem við ætlum að ganga frá á morgun.