Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:03:17 (2778)

1997-12-19 13:03:17# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, Frsm. minni hluta SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:03]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Steingrímur J. Sigfússon) (andsvar):

Herra forseti. Þetta kallar aðeins á eitt, að þinghaldinu getur ekki lokið með eðlilegum hætti fyrr en botn er kominn í þetta mál. Það er algerlega útilokað að láta hæstv. ráðherra sleppa við hlutina á þennan hátt. Það gengur ekki. Hæstv. ráðherra hefur borið ýmsu við, t.d. í viðtölum við fjölmiðla að hann vanti hugsanlega lagastoð fyrir því að greiða þetta fé út. Þá skulum við útbúa hana í hvelli. Þetta er nú einu sinni löggjafinn og það er nægur tími til stefnu að tryggja það með óyggjandi hætti með ákvæði í 6. gr. fjárlaga eða með sérstöku frv. ef til þarf, ef það má þá ekki fylgja t.d. þessu frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum, að hæstv. ráðherra hafi óyggjandi lagastoð ef það er það sem málið snýst um. En maður ætlar frekar af framgöngu ráðherrans séð að það sé viljaleysi og það sé þess vegna sem hann kýs að svara eða öllu heldur ekki svara eins og hann gerir hér.