Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:38:58 (2782)

1997-12-19 13:38:58# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:38]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þessi brtt. er um að ríkissjóður greiði árlega 280 millj. kr. í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem renna til sveitarfélaga vegna greiðslu húsaleigubóta. Þetta er hluti af 305 millj. kr. framlagi ríkisins til sveitarfélaganna vegna húsaleigubóta. Ég vil ekki bera ábyrgð á því samkomulagi sem gert hefur verið. Ég hef efasemdir um hvort þarna sé nógu vel reitt af hendi af hálfu ríkisins, hefði reyndar kosið að sveitarfélögin hefðu fengið tekjustofna til að sjá um þennan þátt.

Ég styð þau meginmarkmið frv., virðulegi forseti, að öll sveitarfélög greiði húsaleigubætur og þær nái til allra íbúa. Hugsanlegar hækkanir sveitarfélaga á leiguíbúðum sveitarfélaga eru óháðar þessu frv. Við getum haft áhyggjur af því og brýnt sveitarfélögin að láta ekki hækkanir koma til og skapa hærri húsaleigu hjá sínum umbjóðendum en þetta frv. fjallar ekki um það. Að öllu öðru leyti en þessari brtt. styð ég greinar frv.