Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:41:55 (2784)

1997-12-19 13:41:55# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:41]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að teknar verði upp réttlátari reglur í húsaleigubótum en ekki þær fáránlegu reglur sem gilda í dag sem hindra að barnmargar fjölskyldur fái húsaleigubætur yfirleitt og gera það að verkum að fólk með mjög lágar tekjur, 50--60 þús. kr. á mánuði, fær sömu húsaleigubætur og fólk sem er með nokkuð háar tekjur eða 125 þús.