Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:51:25 (2788)

1997-12-19 13:51:25# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:51]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Í frv. stendur að við andlát leigjanda falli niður réttur til húsaleigubóta. Það hefur ekki þótt taka því í íslenskri lagasetningu hingað til að taka fram að réttindi og skyldur borgaranna falli niður við dauða. Ég greiði atkvæði gegn því.