Húsaleigubætur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:52:34 (2789)

1997-12-19 13:52:34# 122. lþ. 49.1 fundur 290. mál: #A húsaleigubætur# (heildarlög) frv. 138/1997, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:52]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Lög um húsaleigubætur eru réttindalöggjöf. Þau tryggja leigjendum mikilvæg réttindi. Hér greiðum við atkvæði um lagagrein þar sem sveitarstjórnum er heimilað að svipta leigjendur þessum rétti. Það get ég ekki stutt og minni á að lögum samkvæmt verða íbúðakaupendur ekki sviptir rétti sínum til vaxtabóta.