Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 13:57:03 (2791)

1997-12-19 13:57:03# 122. lþ. 49.2 fundur 275. mál: #A stjórn fiskveiða# (endurnýjunarreglur fiskiskipa) frv. 133/1997, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[13:57]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það frv. sem verið er að afgreiða er til rýmkunar á endurnýjunarreglum fiskiskipa og er til bóta. Af hálfu meirihlutamanna var hins vegar látið í veðri vaka að verið væri að setja reglur sem ættu aðeins að gilda til skamms tíma og markmiðið væri að afnema þær. Við stjórnarandstæðingar fluttum tillögu um sólarlagsákvæði sem var felld. Með þeirri afgreiðslu er verið að skapa óvissu og líklegt er að verið sé að láta útgerðarmenn greiða verulegar fjárhæðir að óþörfu vegna endurnýjunar. Engu að síður eru þessi ákvæði til bóta frá því sem verið hefur og þrátt fyrir þennan ágalla á frv. munum við greiða því atkvæði.