Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:08:40 (2798)

1997-12-19 14:08:40# 122. lþ. 49.7 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv. 142/1997, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:08]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við fyrri umræðu um frv. gagnrýndi ég vinnubrögð fjmrn. á þeirri forsendu að áður en frv. kom til kasta Alþingis hefðu ekki farið fram viðræður við samtök launafólks um fyrirhugaðar lagabreytingar en lífeyrismál snerta kaup, kjör og kjarasamninga. Úr þessu var bætt og það til frambúðar með samkomulagi. Ég styð brtt. meiri hluta efh.- og viðskn. Þær eru til bóta og um þær er samkomulag við hlutaðeigandi samtök launafólks.