Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:11:26 (2800)

1997-12-19 14:11:26# 122. lþ. 49.7 fundur 330. mál: #A lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (uppgjör á skuldbindingum, iðgjöld til B-deildar) frv. 142/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:11]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, lýsti því yfir áðan að fjmrn. hefði leitað samninga við BSRB og fengið samninga um breytingu á frv. BSRB er sem sagt farið að stýra löggjafarstörfum á Alþingi. Breytingin felst í því að ekki má taka 19,5% af launum þeirra sem borga í B-deildina heldur sama iðgjald og er í A-deildinni, þ.e. 15,5%. Það er alveg greinilegt að það þarf miklu hærra iðgjald í B-deildina. Það þarf a.m.k. 19,5% þannig að ég greiði atkvæði gegn tillögunni og gegn íhlutun BSRB í löggjafarstarf hv. Alþingis.