Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:20:54 (2801)

1997-12-19 14:20:54# 122. lþ. 49.8 fundur 328. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (lífeyrisiðgjöld o.fl.) frv. 141/1997, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:20]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins sé undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Ég tel að margir aðrir eigi bágar en hann með að borga fjármagnstekjuskatt auk þess sem þetta skekkir samkeppnina sem hann er í við mörg önnur fyrirtæki svo sem eins og Þróunarfélagið og marga aðra aðila sem stunda nýsköpun. Ég sit hjá við atkvæðagreiðsluna.