Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:34:02 (2808)

1997-12-19 14:34:02# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:34]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða sú fyrsta af nokkrum greinum frv. þar sem um er að ræða mjög harkalega skerðingu á mikilvægum mörkuðum tekjum til ýmissa menningarmála, velferðarmála og samgöngumála. Við munum greiða atkvæði gegn skerðingarákvæðum frv. þar sem þau ganga úr hófi fram og gengið er lengra en nokkru sinni fyrr í skerðingu slíkra markaðra tekjustofna í sjálfu góðærinu. Af því leiðir einnig að við munum styðja brtt. Vilhjálms Egilssonar um að fella út skerðingarákvæði 2. gr. Ég mun svo gera grein fyrir atkvæði mínu þegar kemur að ákvæðum 8.--10. gr. en þar eru á ferðinni orðalagsbreytingar en ekki skerðingar sem við munum sitja hjá við.