Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:36:00 (2809)

1997-12-19 14:36:00# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:36]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Frá því að ríkisstjórnin komst til valda hefur Framkvæmdasjóður fatlaðra verið stórskertur. Erfðafjárskattur á að renna óskiptur til sjóðsins en hann mun hafa numið um 480 millj. kr. á síðasta ári. Á næsta ári fær Framkvæmdasjóður fatlaðra eingöngu 185 millj. kr. af áætluðum erfðafjárskatti þrátt fyrir að brýn þörf sé á áframhaldandi uppbyggingu í málaflokknum. Þessi ríkisstjórn stofnar til biðlista á öllum sviðum. Í búsetumálum fatlaðra er víða alvarlegur vandi. Ég vísa allri ábyrgð á niðurskurðinum á hendur ríkisstjórn og stjórnarflokkum og greiði atkvæði gegn ákvæðinu.