Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:43:37 (2814)

1997-12-19 14:43:37# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:43]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tek undir þær atkvæðaskýringar sem hafa verið fluttar og bæti því við að verið er að taka ákvörðun sem gildir a.m.k. næsta ár. Það verður auðvitað að fylgjast grannt með því hvort það verður tryggt að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við launaþróun. Ef það verður ekki gert verður Alþingi að koma að málinu aftur, annaðhvort seinna á þessu þingi eða á næsta þingi.

En ég er þeirrar skoðunar að yfirlýsingar hæstv. forsrh. og fleiri jafngildi því að því hafi verið heitið að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við launaþróun.