Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:45:41 (2815)

1997-12-19 14:45:41# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:45]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í þessari grein er lagt til að tryggingagjald, framlag til Atvinnuleysistryggingasjóðs, verði lækkað um 400 millj. kr. á sama tíma og sjóðurinn tekur á sig sífellt fleiri verkefni sem deila má um hvort séu í hans verkahring. Ég hefði talið viturlegra að safna í sjóði því enginn getur tryggt að atvinnuleysi muni ekki vaxa að nýju. Jafnframt er tryggingagjaldið hækkað til svo hægt sé að mæta fæðingarorlofi feðra. Ég styð það en ætla að sitja hjá við þessa grein. Það verður að vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hvernig að þessum málum er staðið.