Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998

Föstudaginn 19. desember 1997, kl. 14:47:00 (2816)

1997-12-19 14:47:00# 122. lþ. 49.10 fundur 323. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1998# (breyting ýmissa laga) frv. 130/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[14:47]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Með þessari grein er verið að ganga lengra en nokkru sinni fyrr í sögunni í að skerða markaðar tekjur til vegamála. Samkvæmt þessu eiga 1.064 millj. kr. af mörkuðum tekjum Vegasjóðs að renna í ríkissjóð á næsta ári. Hér er slegið Íslandsmet í þessum efnum og það í miðju góðærinu.

Það verður að segjast eins og er að með því að kyngja þessari niðurstöðu þá sýnir hæstv. samgrh. og hv. stjórnarþingmenn, ekki síst þingmenn landsbyggðarinnar, ótrúlegt geðleysi svo ekki sé nú sagt ræfildóm. Það er vel skiljanlegt að hæstv. samgrh. kjósi að vera fjarstaddur við þessa atkvæðagreiðslu.