Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 11:48:40 (2905)

1997-12-20 11:48:40# 122. lþ. 50.2 fundur 249. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv. 129/1997, GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[11:48]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Félagsleg sameign. Hvernig ber að skilja það? Það væri fróðlegt að fá nánari lýsingu á því. Félagsleg sameign þýðir --- það er þetta ,,kaupfélags-syndrome`` sem ég nefndi svo í ræðu minni, --- að sumir séu betur til þess fallnir en aðrir að stýra fyrir heildina. Þýðir það að almenningur eigi ekki að fá að koma að því að fara með sína eigin fjármuni? Félagsleg sameign, er það einhvers konar kaupfélagsfyrirbæri?