Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 16:45:55 (2963)

1997-12-20 16:45:55# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[16:45]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í nefndaráliti allshn. stendur, með leyfi forseta:

,,Allsherjarnefnd leggur áherslu á að nefnd þeirri sem endurskoða á skaðabótalögin verði veittar þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar við vinnslu málsins, en allsherjarnefnd hefur beitt sér fyrir því að svo verði. Enda þótt í frumvarpinu komi fram að ljúka skuli málinu eigi síðar en í október 1998 leggur allsherjarnefnd ríka áherslu á það að endurskoðunarnefndin ljúki störfum þannig að unnt verði að ganga frá nauðsynlegum lagabreytingum á vorþingi 1998.``

Það er þess vegna ljóst að hér er verið að taka ákvörðun um að málið komi aftur til meðferðar á þessu þingi. Þess vegna styð ég tillöguna eins og hún liggur fyrir.