Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:55:58 (2975)

1997-12-20 17:55:58# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:55]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er lagt til að auka framlög í Kvikmyndasjóð um 30 millj. Það er nú með þessa tillögu að sýnt hefur verið fram á að aukning á fé í Kvikmyndasjóð og til kvikmyndagerðar þýðir tekjuaukningu fyrir ríkið. Ríkið fær meira til baka úr kvikmyndaiðnaði í opinber gjöld en það leggur til þessa málaflokks. Kvikmyndaiðnaður er einn mesti vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi. Þessari grein er samt ekki sýndur sá sómi sem nauðsynlegur er. Við vitum að við eigum menn á heimsmælikvarða á þessu sviði. Við erum að horfa upp á hæfileikamenn hrekjast til útlanda vegna þess að við stöndum ekki nógu vel að þessari nýju atvinnugrein. Þess vegna, herra forseti, er þessi tillaga lögð fram. Hún mundi þegar fram líða stundir leiða bæði til tekjuaukningar og aukinnar atvinnu og örvun listsköpunar hérlendis.