Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 17:59:07 (2977)

1997-12-20 17:59:07# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:59]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er gerð tilraun til þess að bjarga meiri hluta Alþingis frá þeirri ógæfu að samþykkja að leggja skatt á landsmenn í fjárlögum en það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Ég sé á atkvæðatöflunni að þessi tilraun hefur ekki tekist og það ber að harma.