Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:11:03 (2985)

1997-12-20 18:11:03# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:11]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að þrátt fyrir þá afgreiðslu sem hér er gert ráð fyrir vanti bersýnilega um það bil 1.000 millj. kr. upp á rekstur spítalanna á næsta ári miðað við það að hann haldi áfram á svipuðum forsendum og eru á þessu ári. Ég tel að þetta sé alvarlega gagnrýnivert eins og margoft hefur komið fram í ummælum stjórnarandstæðinga við umræður um fjárlögin og í raun og veru felst í þessari vanafgreiðslu fölsun á fjárlögum ársins 998 vegna þess að þau gefa ekki rétta mynd af raunverulegu rekstrarumfangi ríkisins. Þessu mótmælum við, herra forseti, og teljum einsýnt að það verði að koma aftur að þessu máli á næsta ári.