Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:11:49 (2986)

1997-12-20 18:11:49# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:11]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða 25 millj. kr. framlag sem ætlað er til ákveðinnar stýrinefndar sem á að gera tillögur um ráðstöfun á 300 millj. kr. potti. Herra forseti. Ég hefði talið vera eðlilegt að þessir fjármunir hefðu verið teknir sérstaklega af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar og sá liður lækkaður, í staðinn fyrir að auka útgjöld um 25 millj. kr.