Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:32:38 (2989)

1997-12-20 18:32:38# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að samgn. í heild hefur lýst óánægju sinni með 1 milljarðs 64 millj. kr. niðurskurð á vegafé. Sömu þingmenn og lýstu þessu yfir eru að styðja 100 millj. kr. meiri niðurskurð á mörkuðum tekjustofnum til vegamála og meira að segja er einn úr samgn. flutningsmaður að niðurskurðartillögunni. (Gripið fram í: Hvað heitir hann?) Það er varla hægt að segja að þessir þingmenn séu samkvæmir sjálfum sér í málinu. Ég mótmæli þessum niðurskurði í góðærinu.