Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:33:43 (2990)

1997-12-20 18:33:43# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:33]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Ég leggst vitaskuld eindregið gegn niðurskurðinum sem er enn viðbót við þann sem fyrir var og auðvitað verður ekki hjá því komist að vekja á því athygli að niðurlæging hæstv. samgrh., stjórnarliða í hv. samgn. og þingmanna stjórnarliðsins yfirleitt og þá einkum og sér í lagi í hinum dreifðari byggðum, er alger í þessari atkvæðagreiðslu. Þetta verður í minnum haft.