Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:38:18 (2991)

1997-12-20 18:38:18# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:38]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég styð að fjármagni sé varið til markaðsátaks erlendis í ferðaþjónustu ef skynsamlega er staðið að verki. En ég er ósátt við þá aðferð sem er lögð til, þ.e. að ráðherra geti plokkað að eigin geðþótta milljón hér og milljón þar af þeim stofnunum sem heyra undir hann. Eðlilegt væri að sýna það svart á hvítu í fjárlögunum hvaðan féð er tekið. Því sit ég hjá við afgreiðslu tillögunnar.