Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:43:14 (2993)

1997-12-20 18:43:14# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:43]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Frv. eins og það lítur út nú felur í sér að útgjöld til rekstrar eru hærri en tekjur. Hallinn er brúaður með sölu eigna. Þegar hæst ber á holskeflutekjuauka vegna efnahagslegs góðæris er enginn afgangur hjá skuldugum ríkissjóði. Skuldasöfnun er ávísun á skattahækkun síðar. Skuldasöfnun í góðæri er úrræði ríkisstjórnar sem skortir kjark til þess að afla tekna fyrir útgjöldum.

Mál er að linni því ráðslagi að útgjöldum samtímans sé velt yfir á skattgreiðendur framtíðarinnar.

Herra forseti. Ég gef stjórnarflokkunum falleinkunn fyrir frv. Það get ég ekki stutt og greiði því ekki atkvæði.