Ferill 12. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 412 – 12. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um að minnast landafunda Íslendinga.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, og Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Ólafur gerði grein fyrir starfi á vegum ríkisstjórnarinnar til undirbúnings því hvernig landafunda Ís lendinga verði minnst árið 2000.
    Nefndin fagnar því að hafinn er undirbúningur að því að minnast landafunda Íslendinga í Vesturheimi. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram komu í máli ráðuneytisstjóranna, þar sem greint var frá ákvörðun um stofnun sérstakrar nefndar og fjölmörgum hugmyndum sem eru á döfinni, telur utanríkismálanefnd að þessi mál séu þegar í eðlilegum farvegi undir forustu ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að styðja þarf kynningarverkefni í Norður-Ameríku en einnig má benda á hugmyndir um endurreisn Eiríksbæjar í Dalasýslu og Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Grænlandi og áform um Vínlandssafn í Búðardal, auk annarra verkefna og hug mynda.
    Með vísan til þessa leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Gunnlaugur M. Sigmundsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir voru fjar verandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 1997.



Geir H. Haarde,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.



Árni R. Árnason.




Tómas Ingi Olrich.



Kristín Ástgeirsdóttir.



Svavar Gestsson.