Ferill 55. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 435 – 55. mál.



Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1997.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjármála ráðuneyti og fagráðuneytum varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir. Einnig hafa komið fyrir nefndina forsvarsmenn nokkurra ríkisstofnana sem lagt hafa fram upplýsingar um til tekin verkefni og önnur erindi. Nefndin leitaði jafnframt eftir áliti Ríkisendurskoðunar á frumvarpinu. Í ljósi þeirra skýringa hefur meiri hluti nefndarinnar fallist á þær tillögur um fjárheimildir sem fram koma í frumvarpinu.
    Á meðan nefndin hafði frumvarpið til athugunar var unnið að sérstakri athugun á nokkrum málum í ráðuneytunum sem nú hafa verið leidd til lykta, auk þess sem nokkur ný útgjalda tilefni hafa komið fram.
    Þar ber helst að nefna málefni sjúkrahúsanna. Fjárhagsvandi sjúkrahúsa er mikill, hvort heldur eiga í hlut stærri sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri eða smærri sjúkrahús vítt og breitt um landið. Til að mæta rekstrarvanda sjúkrahúsanna er lagt til að veittar verði 200 m.kr. í fjáraukalögum 1997 í sérstökum fjárlagalið. Jafnframt verði ætlað fjármagn í fjárlög um 1998 til að auðvelda lausn á vandanum. Lagt er til að stýrinefnd með víðtækt umboð verði falið að fjalla um málefni sjúkrahúsanna allra. Að því starfi kæmu, auk heilbrigðis ráðherra og fjármálaráðherra, fulltrúar stærri og smærri sjúkrahúsa. Þau verkefni sem um er að ræða er m.a. að skilgreina starfssvið einstakra heilbrigðisstofnana, semja við sérhverja þeirra um þá þjónustu sem skal veita, styrkja stjórnun þeirra og bæta eftirlit. Tillögur meiri hluta fjárlaganefndar byggjast á þessari framkvæmd. Heilbrigðisráðuneytið kynnir fjárlaga nefnd tillögur að samningum, auk þess sem fjárlaganefnd getur óskað eftir upplýsingum um málið á hverjum tíma. Meiri hluti nefndarinnar gerir breytingartillögur í 28 liðum við frum varpið sem samtals nema 949,2 m.kr. Einstakar tillögur eru skýrðar í athugasemdum með álitinu auk þess sem fjallað verður nánar um þær í framsögu.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR

00 Æðsta stjórn ríkisins


201    Alþingi: Alls er lagt til að framlag til Alþingis hækki um 41 m.kr. og skiptist fjárhæðin á sex liði. Í fyrsta lagi er lagt til að liðurinn hækki um 15,8 m.kr. Þar af eru 9,3 m.kr. vegna úrskurðar Kjaradóms síðastliðið sumar um þingfararkaup. Þingfararkostnaður eykst um 6,5 m.kr. umfram áætlun og er stærsti hlutinn hækkun símakostnaðar og funda kostnaðar innan lands. Í öðru lagi er gerð tillaga um að framlag til þingmálaskrifstofu hækki um 3,9 m.kr. vegna lengri vinnutíma starfsmanna. Þar kemur til aukið álag við sérfræðiþjónustu við fastanefndir og vinna við uppfærslu lagasafns sem nú er sett út á Alnetið. Kostnaður við uppfærslu lagasafnsins var áður endurgreiddur af dómsmála ráðuneyti en er nú að fullu greiddur af Alþingi. Í þriðja lagi er lagt til að framlag til rekstrarskrifstofu hækki um 2,8 m.kr. og er fjárhæðinni ætlað að standa undir viðbótar kostnaði við rekstur fasteigna. Útgjöld við húsnæði, sem tekið var í notkun við Kirkju stræti í upphafi ársins og aukið leiguhúsnæði fyrir skrifstofur og geymslur, voru van metin. Í fjórða lagi er gerð tillaga um að framlag til viðhalds fasteigna hækki um 11,5 m.kr. vegna umfangsmikilla breytinga er voru gerðar á húsnæðisaðstöðu þingflokka og vegna lagfæringa á fasteignum Alþingis í árslok 1996. Ákvörðun um þessar fram kvæmdir voru teknar með fjáraukalögum 1996 en þær reyndust umfangsmeiri en áætlað var. Í fimmta lagi er lagt til að tækja- og búnaðarkaup hækki um 4 m.kr. í tengslum við fyrrnefndar breytingar í húsnæðismálum. Að lokum er gerð tillaga um nýtt viðfangsefni, 621 Fasteignir, vegna skipulagningar í tengslum við undirbúning framkvæmda á Alþingisreit. Skipulagsvinna hefur reynst tímafrekari en áætlað var.

02 Menntamálaráðuneyti


239    Rannsóknarnámssjóður: Gerð er tillaga um 8 m.kr. hækkun fjárveitingar í þessum lið. Árið 1993 tók ríkisstjórnin þá ákvörðun, í framhaldi af lagasetningu, að veita 8 millj. kr. til rannsóknartengds framhaldsnáms. Framlagið var í raun stofnframlag Rannsóknar námssjóðs. Fjárveiting þessi hefur ekki verið afgreidd með heimild í fjárlögum eða fjár aukalögum til þessa.
318    Framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður: Lagt er til að veita 4,5 m.kr. til að ljúka úrbótum á húsnæði Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Á þessu ári hafði skólinn rúmar 7,2 m.kr. til ráðstöfunar til að lagfæra aðstöðu í kjallara skólahússins og byggja yfir svalir ásamt því að innrétta viðbótarherbergi og koma í veg fyrir leka. Heildarkostnaður er áætlaður 14,8 m.kr.

03 Utanríkisráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Lagt er til að 17,4 m.kr. viðbótarheimild verði veitt til þess að mæta kostnaði sem hlýst af yfirtöku utanríkisráðuneytisins á mannvirkjum varnarliðsins að Gufuskálum. Þar af eru 7,5 m.kr. vegna gjaldfallinna reikninga frá yfirtöku mannvirkj anna til júlíloka á þessu ári og 9,9 m.kr. vegna kostnaðar frá ágúst til loka ársins. Þessi kostnaður er tilkominn vegna reksturs mannvirkjanna, svo sem hiti, rafmagn, húsvarsla o.fl. auk dráttarvaxta.
320    Sendiráð, almennt: Lögð er til 290 m.kr. hækkun á fjárveitingu til þess að mæta útgjöldum vegna húsnæðis sendiráðs Íslands í London, en eins og fram kemur í greinar gerð með frumvarpinu var undirbúningi þeirra mála ekki að fullu lokið þegar það var lagt fram. Af þeirri fjárhæð eru 230 m.kr. vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi sendiráðsins en 60 m.kr. eru ætlaðar til viðhaldsframkvæmda.
390    Þróunarsamvinnustofnun Íslands: Lagt er til að 3 m.kr. verði veittar til Þróunarsamvinnustofnunar til að greiða áfallinn kostnað hennar vegna sjúkraflugs frá Afríku til Íslands með einn af starfsmönnum hennar sem var í bráðri lífshættu.

04 Landbúnaðarráðuneyti


233    Yfirdýralæknir: Lagður er til nýr liður á fjárlagalið yfirdýralæknis. Fjárveitingin er framlag embættisins til byggingar krufningarstofu við Tilraunastöðina að Keldum.
831    Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins: Lagt er til 100 m.kr. framlag til Jarðeigna ríkisins. Safnast hefur upp skuld á viðskiptareikningi Jarðasjóðs vegna jarðakaupa umfram jarðasölu á umliðnum árum og nemur sú skuld nú um 50 m.kr. Óvíst er að jarðasala næstu ára muni jafna viðskiptareikninginn hjá ríkissjóði. Þá þurfa að eiga sér stað lögbundin jarðakaup Jarðeigna ríkisins á eignum ábúenda á Kirkjuferju og Kirkjuferju hjáleigu sem keyptar eru við matsverði samkvæmt samningi frá því í mars 1991.

07 Félagsmálaráðuneyti


801    Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Gerð er tillaga um 59 m.kr. framlag til sjóðsins auk þeirra 25 m.kr. sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Endurskoðuð áætlun bendir til þess að markaðar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi verið vanmetnar um 21 m.kr. vegna ársins 1997. Þá fórst fyrir að gera ráð fyrir 38 m.kr. lokauppgjöri vegna ársins 1996.

08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti


206    Sjúkratryggingar: Alls er lagt til að liðurinn hækki um 26,1 m.kr. og er tilefnið fjórþætt. Í fyrsta lagi er lögð til 4,4 m.kr. aukafjárveiting til þess að mæta rekstrarhalla síðasta árs hjá hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn sem nam um 20% af rekstrargjöldum heimilisins. Hallinn skýrist einkum af því að ekki voru fullnýtt öll rými heimilisins á síðasta ári. Í öðru lagi er lögð til 13 m.kr. aukafjárveiting til þess að gera upp rekstrar halla hjá hjúkrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði en hallinn hefur verið viðvarandi undanfarin sjö ár. Í þriðja lagi er gerð tillaga um 3,7 m.kr. aukafjárveitingu til að gera upp hallarekstur síðustu ára hjá hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Hallann má rekja til þess að á heimilinu dveljast hjúkrunarsjúklingar sem þarfnast afar mikillar um önnunar. Að lokum er lögð til 5 m.kr. aukafjárveiting til þess að gera upp rekstrarhalla síðustu ára hjá hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar má einnig rekja hallann til um önnunar hjúkrunarsjúklinga.
368    Sólvangur, Hafnarfirði: Lagt er til að veitt verði 20 m.kr. aukafjárveiting til þess að gera upp hallarekstur síðustu ára hjá heimilinu. Ástæður hallans má rekja til mikillar hjúkrunarþyngdar en samkvæmt nýrri samantekt á þyngdarstuðli umönnunar hjá hjúkr unarheimilum á föstum fjárlögum á höfuðborgarsvæðinu er þyngdarstuðull umönnunar næsthæstur á Sólvangi.
379    Sjúkrahús, óskipt: Fjárhagsvandi sjúkrahúsa er nokkur, hvort heldur eiga í hlut stærri sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri eða smærri sjúkrahúsin vítt og breitt um land. Til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda sjúkrahúsanna á landsbyggðinni er lagt til að veittar verði 200 m.kr. í fjáraukalögum 1997 í sérstökum fjárlagalið, en þegar hefur verið gert ráð fyrir framlögum til sjúkrahúsanna í Reykjavík í samræmi við samkomulag þar um. Jafnframt verður í fjárlögum 1998 ætlað fjármagn til að auðvelda lausn á vanda allra sjúkrahúsa á landinu. Lagt er til að stýrinefnd, sem fái til þess víðtækt umboð, verði falið að fjalla um málefni sjúkrahúsanna allra. Að þessu starfi komi, auk heil brigðisráðherra og fjármálaráðherra, fulltrúar með sérþekkingu á málefnum stærri og smærri sjúkrahúsa. Þau verkefni sem um er að ræða eru m.a. að skilgreina starfssvið einstakra heilbrigðisstofnana, semja við sérhverja þeirra um þá þjónustu sem skal veita, styrkja stjórnun þeirra og bæta eftirlit.
381    Sjúkrahús og læknisbústaðir: Lagt er til að veita 4 m.kr. til að endurgreiða að fullu skuld vegna D-álmu við sjúkrahús Suðurnesja til samræmis við samning þar um.
435    Hlein, heimili fyrir heilaskaddaða: Gerð er tillaga um 15,5 m.kr. aukafjárveitingu til þessa liðar, eða sem nemur áætluðum uppsöfnuðum halla í árslok 1997. Rekstrargrunnur stofnunarinnar hefur verið hækkaður í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 og er talið að fjárveiting sé þar með orðin í samræmi við umönnunarþyngd vistmanna á heimilinu.
524    Heilsugæslustöðin Ólafsvík: Gerð er tillaga um 3 m.kr. aukafjárveitingu í þessum lið vegna uppsafnaðs rekstrarhalla.
541    Heilsugæslustöðin Hvammstanga: Lagt er til 1,4 m.kr. viðbótarframlag vegna nýrra gæsluvakta heilsugæslulækna. Í september árið 1996 var kjarasamningi við heilsu gæslulækna breytt og ákvörðun um laun þeirra færð undir kjaranefnd. Í sama samningi fékk heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið heimild til að ákvarða fyrirkomulag vakta í stað þess að vaktir yrðu hluti af kjarasamningi. Vaktir hafa nú verið endurskipulagðar með tilliti til öryggis og þjónustumarkmiða.
573    Heilsugæslustöðin Vestmannaeyjum: Lagt er til veitt verði 0,8 m.kr. viðbótarframlag vegna nýrra gæsluvakta heilsugæslulækna. Í september árið 1996 var kjarasamningi við heilsugæslulækna breytt og ákvörðun um laun þeirra færð undir kjaranefnd. Í sama samningi fékk heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið heimild til að ákvarða fyrir komulag vakta í stað þess að vaktir yrðu hluti af kjarasamningi. Vaktir hafa nú verið endurskipulagðar með tilliti til öryggis og þjónustumarkmiða. Á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum var gæsluvakt II tekin upp 1. júní sl. og því er farið fram á að henni verði bættur hlutfallslegur útgjaldaauki eða í sjö mánuði.
576    Heilsugæslustöðin Laugarási: Lögð er til 5 m.kr. aukafjárveiting vegna uppsafnaðs rekstrarhalla. Starfsemin hefur verið flutt í nýtt og stærra húsnæði og er gert ráð fyrir hækkun á fjárveitingu til stöðvarinnar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998.
582    Heilsugæslustöðin Hafnarfirði: Gerð er tillaga um 8,2 m.kr. viðbótarheimild í þessum lið. Á síðasta ári varð umtalsverður halli á rekstri stöðvarinnar eða um 10% af fjár heimild, en hann má rekja til aukinnar heimahjúkrunar. Þá var yfirvinna mikil hjá hjúkr unarfræðingum stöðvarinnar á meðan á kjaradeilu lækna stóð og var stöðum hjúkr unarfræðinga fjölgað um fjórar.
584    Heilsugæslustöðin Kópavogi: Lagt er til 1,4 m.kr. viðbótarframlag vegna nýrra gæsluvakta heilsugæslulækna. Í september árið 1996 var kjarasamningi við heilsugæslu lækna breytt og ákvörðun um laun þeirra færð undir kjaranefnd. Í sama samningi fékk heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið heimild til að ákvarða fyrirkomulag vakta í stað þess að vaktir yrðu hluti af kjarasamningi. Vaktir hafa nú verið endurskipulagðar með tilliti til öryggis og þjónustumarkmiða.
950    Rekstrarhagræðing: Lagt er til að veita aukafjárveitingu á rekstrarhagræðingarlið heilbrigðisráðuneytis en af henni verði ráðuneytinu heimilt að verja allt að 2 m.kr. til að greiða fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu Krýsuvíkursamtakanna.

09 Fjármálaráðuneyti


481    Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum: Gerð er tillaga um 60 m.kr. hækkun á fjárveitingu til að mæta ýmsum útgjöldum samkvæmt heimildarákvæðum 6. gr. fjárlaga, en útgjöld vegna þeirra heimilda eru jafnan háð talsverðri óvissu við setningu fjárlaga.

10 Samgönguráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Gerð er tillaga um 5 m.kr. fjárveitingu til flugminjasafns að Hnjóti. Í frumvarpi til fjárlaga er lagt til að millifæra 4,5 m.kr. af fjárlagalið 472 Flugvellir vegna safnsins og er þetta viðbót við þá fjárhæð. Ætlunin er að ljúka uppsetningu á grind og klæðningu svonefnds Vatnagarðaflugskýlis sem unnið hefur verið að á undanförnum árum.

11 Iðnaðarráðuneyti


399    Ýmis orkumál: Alls er gerð tillaga um 53,6 m.kr. hækkun á þessum lið. Þar af eru 50 m.kr. til niðurgreiðslu á rafhitun vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á töxtum rafveitna. Lagt er til að veita 3,6 m.kr. viðbótarframlag til þess að aðstoða litlar hitaveitur úti á landi sem eru í skuld við ríkissjóð. Styrkur til þeirra nemi þá 8,4 m.kr. alls, en áður var búið að veita 5 m.kr. til þessa verkefnis í fjáraukalögum 1996 og færðist sú upphæð til þessa árs. Farið er fram á 3,4 m.kr. viðbótarstyrk auk 0,2 m.kr. kostnaðar við vinnslu þessa verkefnis.

12 Viðskiptaráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Lagt er til að sértekjur að fjárhæð 2 m.kr. verði felldar niður. Áætlað var fyrir þessum tekjum í frumvarpi til fjárlaga 1997, en þá var gert ráð fyrir að gerð yrði tillaga um breytingu á samkeppnislögum um innheimtu gjalds er svari til kostnaðar við áfrýjun mála til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Umrædd breyting á samkeppnis lögum náði ekki fram að ganga, en það láðist að fella áætlaðar sértekjur út við af greiðslu fjárlaga. Samsvarandi tillaga verður gerð við 2. umræðu fjárlaga fyrir árið 1998. Einnig er gerð tillaga um að veitt verði 5,3 m.kr. aukaframlag til tækniaðstoðar sjóðs Evrópubankans (EBRD). Sjóðurinn mun nota þessa fjármuni til þess að styrkja starf íslenskra rekstrarráðgjafa við gerð framkvæmdaáætlunar vegna endurskipulagn ingar sjávarútvegsfyrirtækis í Vladivostok í Rússlandi.

14 Umhverfisráðuneyti


190    Ýmis verkefni: Gerð er tillaga um að veita 3 m.kr. á viðfangsefninu 139 Mengunarslys vegna strands saltflutningsskipsins Eriks Boye árið 1992. Grípa þurfti til aðgerða til að koma í veg fyrir umhverfisskaða og féll kostnaður á heimamenn. Hluti útlagðs kostnaðar fékkst greiddur af útgerð skipsins en eftir standa um 3 m.kr.
210    Veiðistjóri: Lögð er til 1,5 m.kr. aukafjárveiting til veiðistjóra vegna refaveiða. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti leitað til veiðistjóra undir sérstökum kringumstæðum og óskað eftir viðbótarþátttöku ríkisins. Er þar átt við sveitarfélög þar sem nauðsynlegt er talið að grípa til sérstakra aðgerða til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa og fyrirséð er að kostnaður við veiðarnar verði viðkomandi sveitarfélagi fjárhagslega erfiður. Settar verði nánari reglur um forsendur fyrir stuðningnum í reglugerð.
401    Náttúrufræðistofnun Íslands: Lögð er til 1,5 m.kr. viðbótarheimild í þessum lið vegna greiðslu fyrir hugbúnaðarleyfi á landupplýsingakerfi. Stofnunin hafði svokallað há skólaleyfi til að nota forritið í vísindalegum tilgangi án endurgjalds í nokkur ár. Með tilkomu breyttrar notkunar þarf stofnunin nú að greiða fyrir afnotin. Heildarkostnaður er 5,2 m.kr. sem skiptist þannig að 1,5 m.kr. koma til greiðslu á þessu ári, 1,7 m.kr. á næsta ári og 2 m.kr. á árinu 1999. Gerð verður samsvarandi breytingartillaga við 2. um ræðu fjárlaga 1998.

Alþingi, 8. des. 1997.



    Jón Kristjánsson,     Sturla Böðvarsson.     Arnbjörg Sveinsdóttir.
    form., frsm.          

    Árni Johnsen.     Árni M. Mathiesen.     Hjálmar Jónsson.

Ísólfur Gylfi Pálmason.