Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 458 – 249. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. Orðin „að öðru leyti“ 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
     2.      Við 3. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skv. 2. gr. skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa     og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Til gjaldstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrki, dagpeninga og fæðispeninga. Enn fremur skal ekki telja til gjaldstofns eftirlaun og lífeyri sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóður greiðir, bætur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins, slysa- og sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og bætur tryggingafé laga vegna atvinnutjóns af völdum slysa. Þá skal telja til iðgjaldsstofns atvinnuleysis bætur samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Iðgjaldsstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 59. gr. þeirra laga.
     3.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Ríkisskattstjóri skal hafa með höndum eftirlit með því að lífeyrisiðgjald sé greitt vegna hvers manns sem skyldutrygging lífeyrisréttinda nær til.
                  Lífeyrissjóðum er skylt að tekjuári liðnu að gera ríkisskattstjóra grein fyrir því ið gjaldi sem greitt hefur verið til sjóðsins fyrir hvern sjóðfélaga á því ári.
                  Launagreiðendur og þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, svo og aðrir þeir sem inna af hendi iðgjaldsskyldar greiðslur, skulu að tekjuári liðnu tilgreina á launamiðum eða á annan hátt er ríkisskattstjóri ákveður þá fjárhæð sem iðgjöld hvers manns miðuðust við ásamt heildariðgjaldi sem skilað hefur verið til lífeyrissjóðs.
                  Hver sá sem er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði samkvæmt lögum þessum og er framtalsskyldur skv. 91. gr. laga nr. 75/1981 skal í framtali sínu tilgreina þau iðgjöld til lífeyrissjóða sem hann hefur greitt á árinu og þá lífeyrissjóði sem hann hefur greitt til.
                  Að tekjuári liðnu skal ríkisskattstjóri senda hverjum og einum lífeyrissjóði yfirlit vegna hvers manns sem er aðili að sjóðnum samkvæmt þeim upplýsingum sem embættið hefur fengið samkvæmt þessari grein. Á yfirlitinu skulu koma fram iðgjaldsstofn og greitt iðgjald hvers manns og mótframlag launagreiðanda. Sé enginn lífeyrissjóður til greindur á framtölum eða skilagreinum launagreiðanda og lífeyrissjóða skal senda yfir litið til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda sem skal þá innheimta iðgjaldið.
                  Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um framkvæmd þessarar greinar.      4.      Við 7. gr. Í stað orðanna „eigi síðar en 30 dögum frá því að“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: síðasti dagur sama mánaðar og.
     5.      Við 8. gr. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: eða lífeyrisréttindi í séreign nema með samkomulagi skv. 1.–3. tölul. 3. mgr. 14. gr.
     6.      Við 9. gr.
            a.      Orðin „um viðbótartryggingavernd“ í 4. málsl. 1. mgr. falli brott.
            b.      5. málsl. 1. mgr. orðist svo: Uppsögnin tekur þó ekki gildi fyrr en sá sem segir samningi upp hefur sannanlega tilkynnt hana til þess lífeyrissjóðs sem ráðstafar iðgjaldi hans til lágmarkstryggingaverndar.
     7.      Við 14. gr. Í stað orðsins „sambúð“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: óvígð sambúð.
     8.      Við 16. gr.
            a.      1. mgr. orðist svo:
                       Lífeyrissjóður skal greiða lífeyri til maka látins sjóðfélaga ef hann hefur greitt iðgjöld til lífeyrissjóðs í a.m.k. 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum fyrir andlát sitt, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til framreiknings skv. 3. mgr. 15. gr.
            b.      Á eftir orðunum „fjárhæð hans“ í 4. mgr. komi: framreikningsreglur.
     9.      Við 17. gr.
            a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Andist sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld til lífeyrissjóðs í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til framreiknings skv. 3. mgr. 15. gr. skulu börn hans og kjörbörn sem yngri eru en 18 ára eiga rétt á lífeyri til 18 ára aldurs.
            b.      Við 3. mgr. bætist: og fjárhæð þegar makalífeyrir vegna barns er ekki greiddur.
     10.      Við 18. gr.
            a.      Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sjóðfélagi á rétt á aðgangi að upplýsingum er varða hann sjálfan. Jafnframt skal ríkisskattstjóri eiga aðgang að nauðsynlegum upplýsingum úr skránni vegna eftirlits hans skv. 6. gr.
            b.      Við bætist ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
                       Sjóðfélagi á rétt á að lífeyrissjóður rökstyðji skriflega ákvörðun er hann varðar. Í rökstuddri ákvörðun skal getið um rétt sjóðfélaga til að skjóta ákvörðun til gerðardóms, sbr. 33. gr.
     11.      Við 19. gr.
            a.      Á eftir orðunum „einum sjóði“ í síðari málslið 2. mgr. komi: hvernig réttindi leggjast saman.
            b.      Við síðari málslið 4. mgr. bætist: nema á tryggingafræðilega réttum forsendum.
     12.      Við 27. gr. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Hlutverk og skipan gerðardóms.
     13.      Við 31. gr. 3. mgr. flytjist í 33. gr., sem verði 32. gr., og verði 2. mgr. hennar.
     14.      Við 32. gr.
            a.      Greinin flytjist í 31. gr. og verði 3.–5. mgr. hennar.
            b.      Orðin „31. gr.“ í 3. mgr. falli brott.
     15.      Við bætist ný grein, 33. gr., svohljóðandi:
                  Vilji sjóðfélagi ekki una úrskurði sjóðstjórnar í máli er hann hefur skotið til hennar getur hann vísað því til gerðardóms sem skipaður skal þremur mönnum, einum tilnefnd um af viðkomandi sjóðfélaga, einum tilnefndum af viðkomandi lífeyrissjóði og odda manni tilnefndum af bankaeftirliti Seðlabanka Íslands eða öðrum þeim aðila sem til greindur er í samþykktum viðkomandi sjóðs. Úrskurður gerðardóms er bindandi fyrir báða aðila. Málskostnaði skal skipt milli málsaðila eftir mati dómsins, en þó skal sjóðfélagi ekki greiða meira en 1/ 3hluta málskostnaðar. Um málsmeðferð fyrir gerðardómnum fer samkvæmt lögum um samningsbundna gerðardóma.
     16.      Við 34. gr. Við 3. mgr. bætist: skv. 1. mgr.
     17.      Við 35. gr. Á eftir orðinu „lífeyrissjóðs“ í inngangsmálslið 1. mgr. komi: skv. 1. mgr. 34. gr.
     18.      Við 36. gr.
            a.      Í stað orðsins „afleiða“ í 10. tölul. 1. mgr. komi: afleiðusamninga.
            b.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyris sjóðina sjálfa.
     19.      Við 42. gr. Í stað tilvísunarinnar „33. gr.“ í 4. mgr. komi: 32. gr.