Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 467 – 331. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 56/1996, um spilliefnagjald.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurbjörgu Sæmundsdóttur, deild arstjóra í umhverfisráðuneyti, og Guðmund G. Þórarinsson, formann spilliefnanefndar.
    Í frumvarpinu er lagt til að breytt verði ákvæðum um hámark spilliefnagjalds og það hækkað fyrir tiltekna vöruflokka. Hámarkið í lögunum er of lágt og nægir álagt gjald einung is til þess að greiða hluta af kostnaði sem til fellur, þannig að þeir sem skila spilliefnum til móttökustöðvar bera enn beinan kostnað af því. Einnig er lagt til í frumvarpinu að spilli efnanefnd sé heimilt að greiða meðhöndlun og förgun úrgangs sem krefst sérstakrar með höndlunar og tengist viðkomandi spilliefnum, enda dragi það úr kostnaði við meðhöndlun og förgun spilliefna. Loks eru lagðar til breytingar á uppgjörstímabili vegna innlendrar fram leiðslu úr einum mánuði í þrjá.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Helstu atriði breytingartillagnanna eru:
     1.      Lögð er til breyting á 3. gr. laganna þess efnis að ráðherra ákveði laun nefndarmanna í spilliefnanefnd, en eðlilegra þykir að ákvörðun sem þessi sé á valdi og ábyrgð ráðherra en ekki nefndarinnar eins og hefur verið til þessa.
     2.      Lagt er til að fyrri efnismálsliður 1. gr. falli brott, en þar er kveðið á um heimild til þess að greiða förgun annars úrgangs sem krefst sérstakrar meðhöndlunar og tengist spilliefnum. Á grundvelli ákvæðis þessa var m.a. ætlunin að láta gjald á olíumálningu bera uppi förgunarkostnað við vatnsmálningu. Umhverfisnefnd telur að slíkt ákvæði samrýmist ekki tilgangi og anda laganna og leggur til að það falli brott.
     3.      Loks er lagt til að ákvæði 6. tölul. 2. gr. falli brott, en þar er kveðið á um að spilliefnagjald skuli lagt á plöntu- og dýrafeiti og matarolíu, en úrgangur þessara efna hefur ekki verið skilgreindur sem spilliefni.
    Hjörleifur Guttormsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 1997.



Gísli S. Einarsson,


varaform., frsm.


Árni M. Mathiesen.



Ísólfur Gylfi Pálmason.




Tómas Ingi Olrich.     


Kristín Halldórsdóttir.     


Kristján Pálsson.



Vigdís Hauksdóttir.     


Lára Margrét Ragnarsdóttir.