Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 472 – 312. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um sóknargjöld o.fl., lögum um kirkjugarða, greftrun og lík brennslu og lögum um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá dómsmálaráðuneytinu Hjalta Zóphaníasson skrifstofustjóra, Þórhall Ólafsson, aðstoðarmann ráðherra, og Sólmund Má Jónsson deildarstjóra, Þórstein Ragnarsson frá Kirkjugörðum Reykjavíkur, Sigurjón Péturs son, Eggert Hauksson og Guðmund Einarsson frá Samtökum sóknarnefnda, Ragnhildi Bene diktsdóttur, formann Kirkjugarðasjóðs, og Björn Ástmundsson, formann sóknarnefndar Lágafellskirkju.
    Í frumvarpinu er lagt til að sóknargjöld hækki um 6,3% frá fyrra ári, eða minna en núgild andi lög gera ráð fyrir, en að kirkjugarðsgjöld hækki um 7,6% auk þess sem þau hækki sem nemur 1,3% hækkun sóknargjalda. Er þessi innbyrðis tilfærsla gerð til að tryggja megi kirkjugörðum aukið fjármagn til að geta sinnt lögboðnum verkefnum sínum. Hækkun sóknar- og kirkjugarðsgjalda hefur ekki áhrif til hækkunar á skatta eða gjöld almennings, heldur er um að ræða innbyrðis tilfærslu, enda um sömu heildarupphæð að ræða. Sérstakri eftirlits nefnd er ætlað að fylgjast með afkomu kirkjugarðanna á næstunni og gera tillögur til ráðu neytis um framhald málsins. Allsherjarnefnd telur að skoða beri framtíðarfyrirkomulag þess ara mála í framhaldinu.
    Með frumvarpinu er einnig lagt til að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis verði undanþegnir því í tvö ár að greiða framlag til Kirkjugarðasjóðs. Þá er lagt til að Ríkisendur skoðun fái heimild til að kanna ársreikninga og gögn varðandi sóknargjöld, en slík heimild gildir nú fyrir kirkjugarða.
    Nefndin leggur til eina formbreytingu á frumvarpinu og felst hún í því að ákvæði 4. gr. verði bráðabirgðaákvæði, en ekki sett inn í megintexta laganna. Þykir nefndinni þetta eðli legt þar sem ákvæðinu er ætlaður takmarkaður gildistími.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við 4. gr. Inngangsmálsliður orðist svo: Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svo hljóðandi.






Prentað upp.

    Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 11. des. 1997.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Árni R. Árnason.




Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir,


með fyrirvara.


                   

Jón Kristjánsson.



Guðrún Helgadóttir,


með fyrirvara.


Hjálmar Jónsson.