Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 519 – 328. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1.      Við 2. gr.
       a.      A-liður orðist svo: 5. tölul. orðast svo: Iðgjöld launþega til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að hámarki 4% af iðgjaldsstofni. Að auki allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða eða til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, enda sé iðgjaldinu varið til aukningar lífeyrisréttinda eða lífeyrissparnaðar skv. II. kafla sömu laga. Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.
       b.      B-liður orðist svo: 6. tölul. orðast svo: Iðgjöld manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi vegna öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að hámarki 4% af iðgjalds stofni. Að auki allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna ið gjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða eða til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldu tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, enda sé iðgjaldinu varið til aukn ingar lífeyrisréttinda eða lífeyrissparnaðar skv. II. kafla sömu laga. Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.
2.      Við 3. gr.
       a.      Inngangsmálsgrein orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 69. gr. laganna, sbr. lög nr. 65/1997.
       b.      Við greinina bætist nýr stafliður er verði a-liður, svohljóðandi: Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal reikna því fullar barnabætur vegna þeirra barna hjónanna sem eru heimilisföst hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýs ingar um tekjur beggja ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis.
3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Á eftir orðunum „Seðlabanki Íslands“ í 1. tölul. 4. mgr. 72. gr. laganna orðast niðurlag töluliðarins svo: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Þróunarsjóður sjávarútvegsins og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.



Prentað upp.