Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 572 – 43. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur frá heil brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, frá Tryggingastofnun ríkisins Unu B. Ómarsdóttur og Kristján Guðjónsson, Borgþór Kjærnested úr stjórn Norræna flutningamannasambandsins og Jónas Garðarsson kom frá Sjómannafélagi Reykjavíkur.
    Umsagnir bárust nefndinni um málið frá Tryggingastofnun ríkisins, Verslunarráði Íslands, Vinnuveitendasambandi Íslands, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Farmanna- og fiski mannasambandi Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Vinnumálasambandinu og Sjómanna sambandi Íslands.
    Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting á lögum um almannatryggingar að launþegar sem þiggja laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og starfa um borð í erlendum kaup skipum sem gerð eru út af íslenskum aðilum njóti sama réttar og launþegar sem starfa á ís lenskum kaupskipum, skráðum hér á landi. Nefndin tekur undir markmið frumvarpsins og tel ur brýnt að allir skipverjar sem vinna hjá íslenskum skipafélögum og þiggja laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum séu slysatryggðir samkvæmt lögum um almannatryggingar óháð því hvort þeir sigla á skipum í eigu skipafélagsins skráðum hér á landi eða hvort þeir starfa um borð í skipum sem íslenska skipafélagið hefur tekið á leigu af erlendum aðilum. Verði frumvarpið að lögum mun það jafna rétt sjómanna sem starfa hjá íslenskum kaupskipaútgerð um, enda greiða þeir allir skatta og skyldur til íslenska ríkisins líkt og aðrir launþegar sem starfa í landi. Einnig greiða kaupskipaútgerðirnar launatengd gjöld af öllum starfsmönnum sínum hér á landi, þar með talið tryggingagjald. Jafnframt er með frumvarpinu lögð til sam svarandi breyting á rétti þeirra sem starfa um borð í loftförum í rekstri íslenskra aðila.
    Frumvarpið tekur hins vegar hvorki til þeirra einstaklinga sem ráða sig hjá skipafélögum í gegnum erlendar áhafnaleigur, enda starfi þeir þá í raun hjá erlendu áhafnaleigunni sem sjái um að greiða þeim laun, né til einstaklinga sem starfa á erlendum skipum hjá erlendum skipa félögum.
    Fram kom í máli fulltrúa Tryggingastofnunar ríkisins að breytingin sem frumvarpið felur í sér sé einföld í framkvæmd og að með henni sé skýrt afmarkað hverjir séu tryggðir og hverjir ekki. Jafnframt kom fram hjá þeim að samkvæmt efni frumvarpsins verði slysatryggð ir þeir launþegar sem greiða skatta hérlendis en starfa um borð í skipum eða loftförum sem skráð eru erlendis. Þar með náist þau markmið sem stefnt var að með frumvarpinu.
    Tekið skal fram vegna umræðna um málið við 1. umræðu að nefndin telur að höfðu sam ráði við lögfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins og nefndasviðs Alþingis að efni frumvarps ins sé í samræmi við önnur íslensk lög. Í tengslum við lögfestingu frumvarpsins þurfi því ekki að breyta öðrum lögum.
    Varðandi breytingartillöguna vill nefndin taka fram að með starfi um borð í íslensku loft fari eða loftfari sem rekið er af íslenskum aðilum er átt við hvers konar starf um borð í loft fari og hvers konar störf tengd loftfarinu á flugvelli eða í flughöfn. Með niðurlagi ákvæðisins „enda séu laun greidd hér á landi“ er átt við að laun séu greidd af íslenskum útgerðaraðila, samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Undir frumvarpið falla einnig svokallaðir hleðslu stjórar (supercargo) sem sigla með erlendum leiguskipum íslenskra útgerðaraðila. Telst slík leiga íslenskra útgerðaraðila rekstur í skilningi frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 15. des. 1997.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Guðmundur Hallvarðsson.



                        

Sólveig Pétursdóttir.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Margrét Frímannsdóttir.



Sigríður Anna Þórðardóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.



Guðni Ágústsson.