Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 582 – 330. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, SP, VS, JBH, EOK, SJS, ÁE).



     1.      Við bætist ný grein, er verði 1. gr., svohljóðandi:
                  1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
                  Stofn til iðgjalds til A-deildar sjóðsins skal vera hinn sami og kveðið er á um í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
     2.      Við 1. gr. (er verði 2. gr.). Greinin orðist svo:
                    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
       a.      Orðin „annarra launagreiðenda en ríkissjóðs“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
       b.      Á eftir orðunum „ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
       c.      Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                 Stjórn sjóðsins er heimilt að fengnu samþykki fjármálaráðherra að semja um ið gjaldagreiðslur frá launagreiðendum umfram iðgjald þeirra skv. 23. gr. til þess að mæta framtíðarskuldbindingum, sbr. 1. mgr. Iðgjald hvers launagreiðanda samkvæmt þessu skal miða við að núvirði framtíðariðgjalda hans til B-deildar samsvari framtíð arskuldbindingunum eins og þær eru samkvæmt tryggingafræðilegu mati. Á sama hátt er stjórn sjóðsins heimilt að fengnu samþykki fjármálaráðherra að taka við skuldabréfi til greiðslu á framtíðarskuldbindingum skv. 1. mgr. vegna sjóðfélaga sem eiga aðild að sjóðnum samkvæmt heimild í 2. mgr. 30. gr., enda sé skuldin tryggð með fullnægjandi hætti. Uppgjör þetta skal miða við tryggingafræðilegt mat á framtíðarskuldbindingunum miðað við uppgjörsdag. Launagreiðandi, sem gerir upp framtíðarskuldbindingar sínar samkvæmt þessari málsgrein, ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins skv. 1. mgr. vegna þess tímabils og þeirra starfs manna sem uppgjörið tekur til.
                 Sjóðnum er heimilt að taka við sérstöku iðgjaldi sem ríkissjóður og aðrir launagreið endur, sem greiða til B-deildar sjóðsins, ákveða að greiða sem hluta af endurgreiðslu sinni skv. 1. mgr. Iðgjald þetta skal ákveðið þannig að það ásamt iðgjaldi til deildarinnar skv. 1. og 3. mgr. 23. gr. sé jafnhátt og iðgjald til A-deildar sjóðsins eins og það er ákveðið skv. 4. mgr. 13. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða II. Tekjur sjóðs ins af sérstöku iðgjaldi ár hvert skulu dragast frá endurgreiðslum launagreiðenda vegna hækkana á lífeyri skv. 1. mgr. eða óuppgerðum skuldbindingum þeirra vegna.
     3.      Við 3. gr. (er verði 4. gr.).
           a.      Á eftir orðunum „ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins“ í 3. málsl. 1. efnismgr. komi: skv. 1. mgr.
           b.      2. og 3. efnismgr. orðist svo:
                     Stjórn sjóðsins er heimilt að fengnu samþykki fjármálaráðherra að semja um ið gjaldagreiðslur frá launagreiðendum umfram iðgjald þeirra skv. 7. gr. til þess að mæta framtíðarskuldbindingum, sbr. 1. mgr. Iðgjald hvers launagreiðanda samkvæmt þessu skal miða við að núvirði framtíðariðgjalda hans til B-deildar samsvari fram tíðarskuldbindingunum eins og þær eru samkvæmt tryggingafræðilegu mati. Á sama hátt er stjórn sjóðsins heimilt að fengnu samþykki fjármálaráðherra að taka við skuldabréfi til greiðslu á framtíðarskuldbindingum skv. 1. mgr. vegna sjóðfélaga sem eiga aðild að sjóðnum samkvæmt heimild í 2. mgr. 14. gr., enda sé skuldin tryggð með fullnægjandi hætti. Uppgjör þetta skal miða við tryggingafræðilegt mat á framtíðarskuldbindingunum miðað við uppgjörsdag. Launagreiðandi, sem gerir upp framtíðarskuldbindingar sínar samkvæmt þessari málsgrein, ber ekki frekari ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins skv. 1. mgr. vegna þess tímabils og þeirra starfsmanna sem uppgjörið tekur til.     
                     Sjóðnum er heimilt að taka við sérstöku iðgjaldi sem ríkissjóður og aðrir launa greiðendur, sem greiða til sjóðsins, ákveða að greiða sem hluta af endurgreiðslu sinni skv. 1. mgr. Iðgjald þetta skal ákveðið þannig að það ásamt iðgjaldi til sjóðsins skv. 1. og 3. mgr. 7. gr. sé jafnhátt og iðgjald til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eins og það er ákveðið skv. 4. mgr. 13. gr. laga nr. 1/1997, sbr. og ákvæði til bráðabirgða II í þeim lögum. Tekjur sjóðsins af sérstöku iðgjaldi ár hvert skulu dragast frá endurgreiðslum launagreiðenda vegna hækkana á lífeyri á sama ári skv. 1. mgr. eða óuppgerðum skuldbindingum þeirra vegna.