Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 653 – 338. mál.
                             


Nefndarálit



um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarpið snýst um það að ganga frá því með óyggjandi hætti að keyptur réttur til að nýta varanleg náttúruauðæfi eða auðlindir sem endurnýjast, svo sem aflahlutdeild, skuli ekki gjaldfærður og meðhöndlaður sem fyrnanleg eign. Sú hefur hins vegar verið framkvæmdin að undanförnu í kjölfar úrskurða skattayfirvalda og dómsniðurstaðna.
    Á tveimur síðustu þingum hefur Kristinn H. Gunnarsson flutt frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem fól í sér að taka af skarið um þetta efni og ákveða að aflahlutdeild skyldi skilgreina sem ófyrnanleg réttindi til þess að nýta náttúruauðæfi (sjá þskj. 77 á 122. löggjafarþingi og þskj. 1176 á 121. löggjafarþingi). Þá hafa þrír þingmenn þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra flutt frumvarp til laga um ráðstafanir í sjávar útvegsmálum þar sem einnig er komið inn á skattalega meðferð veiðiheimilda (sjá þskj. 330 á 122. löggjafarþingi, 9.–10. gr. III. kafla). Þar er gert ráð fyrir að allur söluhagnaður veiði heimilda skuli talinn til tekna og vera skattskyldur á söluári og skattlagður sérstaklega. 1. minni hluti vísar til þessara frumvarpa og frumkvæðis þingmanna Alþýðubandalagsins í mál um sem varða skattalega meðferð veiðiheimilda.
    Það er skoðun 1. minni hluta að sú breyting sem stjórnarfrumvarpið boðar, að taka af skarið um að aflahlutdeild sé ófyrnanleg, sé til bóta og mun minni hlutinn styðja hana. Ýmis legt annað er hins vegar óljóst eða ófrágengið hvað varðar skattalega meðferð slíkra nýt ingarréttinda. Má þar t.d. nefna eignafærslu slíkra réttinda í skattalegu tilliti, ákvæði um frestun skattlagningar söluhagnaðar og síðast en ekki síst sjálfa skattlagninguna eða skatt prósentuna. Þessi atriði telur 1. minni hluti að þurfi að skoða betur og ljúka því verki að koma skattalegri meðferð þessara mála á hreint. 1. minni hluti hefur því fyrirvara um þessa þætti málsins.
    Fyrsti minni hluti vill sérstaklega undirstrika að með ákvörðun um að gera nýtingarrétt náttúruauðlinda sem endurnýjast ófyrnanlegan í skattalegu tilliti er ekki á nokkurn hátt verið að færa réttindin nær því að verða eign handhafans. Hér er einungis verið að ganga frá til teknu skattaatriði og ekki á nokkurn hátt verið að veikja sameignarákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða né ótvíræðan rétt Alþingis til að breyta stjórnkerfi fiskveiða, þar með talið að afnema aflahlutdeildarkerfið, án þess að bætur komi fyrir.

Alþingi, 18. des. 1997.



Steingrímur J. Sigfússon.